Gleðileg jól og farsælt komandi ár

Ég óska öllum gestum vefjarins www.btb.is og fjölskyldum þeirra og vinum gleðilegra jóla. Þá óska ég þeim sem og Íslendingum öllum farsældar á nýju ári og ég þakka samskptin á árinu sem er að líða. Á árinu 2011 sáust merki þess að hagur íslensku þjóðarinnar fer nú batnandi en jafnframt blasti við að vandinn sem hófst 2008 er að reynast mörgum nágrannaþjóðum erfiður viðureignar. En eins og gömul kínversk speki minnir okkur á þá leynast tækifæri í hættum og ógnum. Vonandi gengur okkur öllum vel á nýju ári að finna þau.