Dagens Næringsliv fer yfir stöðuna

 

Ragnhildur Sverrisdóttir skrifar:


 


Norska viðskiptablaðið Dagens Næringsliv fjallar í dag um Björgólf Thor Björgólfsson. Byggir greinin að mestu leyti á eldri viðtölum og fréttum í ýmsum alþjóðlegum fjölmiðlum en að auki á erindi Björgólfs Thors á nýlegri ráðstefnu danska blaðsins Börsen í Kaupmannahöfn. Þá ræddi blaðamaðurinn stuttlega við Björgólf Thor að ráðstefnunni lokinni, auk þess að senda nokkrar fyrirspurnir í framhaldinu. Í greininni er stiklað á stóru í viðskiptaferli Björgólfs Thors og sagt frá skuldauppgjöri hans og gagnrýni á uppgjörið við hrunið á Íslandi. Í hádegisfréttum gerði fréttaritari RÚV í Noregi stuttlega grein fyrir umfjöllun blaðsins.  Grein Dagens Næringsliv í heild má sjá hér.