Actavis höfðar mál gegn fyrrum forstjóra

Í Fréttatímanum
í dag er fjallað um skuld Róberts Wessman við Actavis.  Mál þetta er mér
óviðkomandi, en engu að síður ákveður starfsmaður hans að blanda mér inn í
fréttina. Málið er
einfalt.  Róbert tók lán hjá Actavis fyrir hlutabréfum í félaginu. 
Við sölu félagsins sumarið 2007 átti hann að greiða það til baka, en gerði ekki
og ráðstafaði verðmætum annað. Þar sem krafan hefur ekki fengist greidd –
og ekkert upp í hana –  hefur Actavis höfðað mál til innheimtu hennar.