William Fall ráðinn sem yfirmaður hjá RBS
William Fall, fyrrum forstjóri Straums, hefur verið ráðinn yfirmaður RBS og er starfsheiti hans á ensku Global Head of Financial Institutions Group. Það er ánægjulegt að sjá að vegur þessa manns fer vaxandi og óska ég honum velfarnaðar í nýju starfi. Ég taldi það á sínum tíma hvalreka fyrir íslenskt fjármálalíf þegar okkur í stjórn Straums tókst að ráða hann sem forstjóra. Mér finnst sjálfsagt að greina frá því hér að þegar skoðaðar voru hugmyndir um að sameina Landsbankann og Straum kom aldrei til greina annað en að William Fall yrði yfirmaður þess banka. Það var miður að íslensk yfirvöld sáu ekki ástæðu til að nýta kraft þessa manns við uppbyggingu íslenska fjármálakerfisins, en eins og Pressan hefur greint frá var ekkert gert með hugmyndir hans.
William Fall hefur verið ráðinn yfirmaður RBS sem er einn stærstu banka í heimi og er starfsheiti hans á ensku Global Head of Financial Institutions Group. Það er ánægjulegt að sjá að vegur þessa manns fer vaxandi. Ég taldi það á sínum tíma hvalreka fyrir íslenskt fjármálalíf þegar okkur í stjórn Straums tókst að ráða hann sem forstjóra. Hann hafði um aldarfjórðungs starfsreynslu m.a. sem yfirmaður Bank of America í Evrópu þegar hann var ráðinn 2007. Aðdragandinn var sá ég hafði ásamt meirihluta hluthafa Straums unnið að alþjóðavæðingu Straums og reynt að stuðla að því að fjármagn bankans kæmist í hendur erlendra viðskiptavina í verkefni á erlendri grund. Hafði það kostað átök við forstjóra félagsins, Þórð Má Jóhannesson, og þá hluthafa í Straumi sem ráðið höfðu ferðinni i Straumi fyrir sameininguna við Burðarás. Þau átök enduðu með því að Þórður Már hætti störfum árið 2006 og var Friðrik Johannesson ráðinn forstjóri tímabundið. Mér finnst sjálfsagt að greina frá því hér að þegar síðar voru skoðaðar hugmyndir um að sameina Landsbankann og Straum kom aldrei til greina annað en að William Fall yrði yfirmaður þess banka. Það var miður að íslensk yfirvöld sáu ekki ástæðu til að nýta kraft þessa manns við uppbyggingu íslenska fjármálakerfisins, en eins og Pressan hefur greint frá var ekkert gert með hugmyndir hans. Ég óskar William Fall velfarnaðar í starfi.