Vill halda í framsækinn hugsunarhátt íslenskra starfsmanna

Dr. Claudio Albrecht, nýráðinn forstjóir Actavis, segir í athyglisverðu viðtali við Morgunblaðið í morgun að hann vilji halda í framsækinn hugsunarhátt íslenskra starfsmanna fyrirtækisins. Ég hef í þau tíu ár sem ég hef verið stjórnarformaður félagsins verið þeirrar skoðunar að starfsfólk fyrirtækisins á Íslandi væri félaginu gífurlegur styrkur og það gleður mig að sjá að nýr erlendur forstjóri sjái þetta sömu augum og að ég hafi ekki verið sleginn einhverri þjóðernisblindu. Viðtalið við Dr. Albrecht er annars gott og kemur fram í því skýr og afdráttarlaus sýn og afstaða forstjórans nýja til málefna félagsins.