Traustur tekjugrunnur – björt framtíð

Actavis byggir á traustum tekjugrunni. Í stefnumótun nýrrar stjórnar strax í upphafi tíunda áratugarins var lögð áherslu á að dreifa áhættu milli markaðssvæða og markaðslaga samhliða öflugu rannsóknar- og þróunarstarfi. Það hefur gengið eftir. Tekjur ársins 2009 voru yifr 2 milljarðar evra sem stappa nærri 350 milljörðum íslenskra króna miðað við skráð gengi það ár. Nærri 29% tekna kemur frá Norður-Ameríku og áþekk hlutdeild frá Vestur-Evrópu en ríflega 40% frá ððrum markaðssvæðum. Innan við 2% af tekjum félagsins koma frá Íslandi.

Tekjudreifing með hliðsjón markaðslögum er heppileg. Um 63% tekna er af sölu lyfja undir vörumerki Actavis og 10% af sölu lyfja undir vörumerkjum sem Actavis hefur yfirtekið. 15% tekna er af vörum sem seldar eru sjúkrahúsum og um 12% eru vörur til þriðja aðila sem bjóða þær í eigin nafni. Þann hluta sem seldur er undir nafni Actavis má síðan skipta upp í fleiri markaðlög þar sem 25% lyfja Actavis er vísað beint á með lyfseðlum, 26% óbeint þar sem lyfsali eða viðskiptavinur velur vörumerki og 12% eru lyf sem ekki eru lyfseðilsskyld.

Rev-split

Heimild: Óopinber samantekt Merrill Lynch bankans um Actavis frá janúar 2009

Helsti styrkur Actavis er öflugt rannsóknar- og þróunarstarf en á því byggir björt framtíð félagsins.Félagið var í ársbyrjun með um 1800 skráð vöruheiti og þá voru 340 til viðbótar í vinnslu. Árlegur fjöldi nýrra vöruheita og markaðsettra  lyfja hefur vaxið hratt eða frá 376 árið 2006 í nærri 880 miðað við áætlun árins 2009. Ríflega 1300 manns vinna rannsóknar- og þróunarstörf hjá Actavis í fimm löndum, – Íslandi, Möltu, Rúmeníu, Indlandi og Bandaríkjunum.

R&D-map

Heimild: Óopinber samantekt Merrill Lynch bankans um Actavis frá janúar 2009

Framleiðslugeta félagsins er mikil. Í 16 verksmiðjum  í 13 löndum verða til um 21 milljarður taflna á ári hverju en það jafngildir nærri fjórum pillum á hvern íbúa jarðar.

Man-fac

Heimild: Óopinber samantekt Merrill Lynch bankans um Actavis frá janúar 2009

Man-fac-2

Heimild: Óopinber samantekt Merrill Lynch bankans um Actavis frá janúar 2009