Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis kynnt
Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis
var kynnt í dag. Það sem kemur mér mest á óvart eftir kynninguna er hversu heildarniðurstaðan er skýr, – hegðun einstaka banka, stjórnenda þeirra og eigenda og sérfræðinga á þeirra vegum er áþekk þegar litið er um öxl. Ég á eftir að kynna mér efni skýrslunnar en sé í fljótu bragði að talsvert er um mig fjallað og er ég dálítið hissa á sumu því sem ég hef rekist á í ljósi þess að ég var ekki kallaður á fund nefndarinnar.
Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis var kynnt í dag. Það sem kemur mér mest á óvart eftir kynninguna er hversu heildarniðurstaðan er skýr, – hegðun einstaka banka, stjórnenda þeirra og eigenda og sérfræðinga á þeirra vegum er áþekk þegar litið er um öxl. Þetta sér skýrt á glærukynningu nefndarinnar.
Ég á eftir að kynna mér efni skýrslunnar en sé í fljótu bragði að talsvert er um mig fjallað og er ég dálítið hissa á sumu því sem ég hef rekist á í ljósi þess að ég var ekki kallaður á fund nefndarinnar. Ég er ekki að segja að vitnisburður minn hafi breytt heildarniðurstöðum en mér hefur fundist við hæfi að éghefði fengið tækifæri til að svar ýmsum ávirðingum sem ég sé að bornar eru á mig.