Ríkisvaldið reyndi að fegra raunverulega stöðu Landsbankans
Staða Landsbankans var mun veikari árið 2002 en þáverandi eigendur og stjórnendur vildu viðurkenna. Björgólfur Thor Björgólfsson benti fyrst á það í bréfi 4. September 2002 (áður en tilkynnt var að gengið yrði til viðræðna við Samson) að framlög á afskriftareikning Landsbankans væru verulega vanmetin. Það sæist glöggt á uppgjöri fyrstu sex mánaða ársins. Í fyrstu áreiðanleikakönnun á bankanum 15. Nóvember 2002 komu einnig fram vísbendingar um þetta. Einnig komu fram ábendingar frá Fjármálaeftirlitinu og PricewaterhouseCoopers um að framlag í afskriftarreikning hefði verið í algeru lágmarki. Áreiðanleikakönnun KPMG, sem unnin var fyrir Samson, sýndi fram á það sama. Þar sagði að veruleg frávik væru á bókfærðu virði eigna bankans og raunstöðu. Það var mat Samson manna að þar sem frávikið væri verulegt þyrfti að styrkja bankann töluvert með hlutafjáraukningu. Þeir töldu einnig að yfirstjórn Landsbankans, bankaráð og Ríkisendurskoðandi hefðu með skiplögðum hætti vantalið framlag á afskriftareikning útlána í því skyni að fegra afkomu bankans. Ágreiningur reis um mat á stöðu bankans og má kynna sér málavexti hér.