Landsbankinn var veikari en seljandi vildi vera láta

Staða Landsbankans árið 2002 var veikari en þáverandi eigendur og stjórnendur vildu viðurkenna. Endurskoðendur höfðu bent ríkisvaldinu sem fór með eignarvald í bankanum að framlag á afskriftarreikning væri í lágmarki og í áreiðanleikakönnun sem unnin var komu fram veruleg frávik á bókfærðu virði eigna bankans og raunstöðu. Björgólfur Thor Björgólfsson benti fyrst á það í bréfi 4. September 2002 (áður en tilkynnt var að gengið yrði til viðræðna við Samson) að framlög á afskriftareikning Landsbankans væru verulega vanmetin. Það var mat Samson manna að yfirstjórn Landsbankans, bankaráð og Ríkisendurskoðandi hefðu með skiplögðum hætti vantalið framlag á afskriftareikning útlána í því skyni að fegra afkomu bankans. Hér má fræðast frekar um stöðu Landsbankans þegar ríkisvaldið seldi hann um áramót 2002 / 2003.