Ítrekun: Lögmæt lán gerð upp að fullu

Egill Helgason ræddi í þætti sínum í Ríkissjónvarpinu, Silfri Egils, fyrir rúmri viku við Ólaf Kristinsson lögmann um mögulegan málatilbúnað gegn mér sem ég var áður búinn að svara efnislega hér á þessum vef en lögmaðurinn hafði tvisvar áður kveðið sér hljóðs opinberlega án mikillar eftirtektar með blaðagreinum. Viðtalið var allt á sömu bókina og þáttastjórnandinn sýndi enga tilburði til að halda á lofti svörum mínum við aðdróttunum Ólafs sem þegar lágu fyrir. Af þeim ástæðum og í nafni lagaskyldu RÚV um óhlutdrægni í sinni umfjöllun var farið fram á að yfirlýsing frá mér yrði birt á vef Ríkisúvarpsins og varð stofnunin við þeirri ósk.