Hrun krónunnar fór verst með almenning
Í athyglisverðu viðtali í Viðskiptablaðinu í dag við Heiðar Má Guðjónsson kemur fram að bankahrunið hafi ekki farið verst með almenning á Íslandi heldur hrun krónunnar. Heiðar Már greinir frá því að hann hafi strax á árinu 2005 varað við hættunni af krónunni. Við vorum samstarfsmenn á þessum árum og deildum þeirri skoðun að Íslendingar þyrftu að taka upp stærri gjaldmiðil og eins og margoft kom fram fór hvorki hann né ég leynt með þá skoðun okkar. Þá greinir Heiðar Már frá því hversu erfitt það var á uppgangstímanum að losa eignir á Íslandi sökum þess að erlendir fjárfestar höfðu ekki áhuga því verð voru há og vegna þeirrar áhættu sem felst í að fjárfesta í gjaldmiðli sem lítill og fáir þekkja.