Geir Haarde segir að regluverk ESB hafi ekki verið sniðið fyrir Ísland og því valdið storminum

Geir H. Haarde fyrrverandi forsætisráðherra segir í viðtali við breska blaðið Financial Times að regluverk Evrópusambandsins um fjármálastarfsemi hafi ekki verið sniðið að litlum opnum hagkerfum eins og á Íslandi og Grikklandi.  „Við vorum barnaleg að halda að vegna þess að kerfið kæmi frá Evrópu að þá væri það í lagi.“ Í viðtalinu segir hann að ákvörðun Alþingis um að draga hann fyrir Landsdóm sé pólitísk hefnd og þó svo að hann hafi gert pólitísk mistök þá teljist það ekki glæpur. Hann segist ekki hafa verið valdur að hruninu frekar en George Bush eða Gordon Brown.

 

Í viðtalinu í Financial Times við Geir H. Haarde kemur m.a. fram:

In one of his first interviews since stepping down, Mr Haarde said the Icelandic crisis was part of a pan-European regulatory failure. “We had exactly the same regulations as the rest of Europe. We did not realise that the system was not created for a small, open economy like our own. It has caused havoc in Greece and Ireland. We were naive in thinking that because the system came from Europe, it must be right.”

Geir H. Haarde segir einnig að öll íslenska þjóðin beri ábyrgð á þenslunni á árunum fram til 2008 og þar með á afleiðingum af hruni bankakerfins haustið það ár sem þá var orðið 10 sinnum stærra en sem nam landsframleiðslu. Hann bendir á að fáir stjórnmálamenn hafi á sínum tíma talað gegn stækkun bankanna.  Hann segir:

“My old political opponents are settling scores,” he told the Financial Times. “You can criticise what we did and did not do in the political system but me and my colleagues did not cause the crisis any more than George Bush in the US or Gordon Brown in the UK. Everyone was taken by surprise.”

Þá er haft eftir Geir:

He said the whole country should share responsibility for the pre-crisis boom years when Iceland’s financial sector ballooned to 10 times the size of gross domestic product, measured by assets, turning the Atlantic island nation into the equivalent of a giant hedge fund.

“Very few politicians criticised the growth of the banking system,” he said. “The banks were paying a lot of money in salaries and taxes. It was a ride that everyone enjoyed.”