Ekki fundið að viðskiptum eða samskiptum við helstu eigendur

Vegna mikillar umræðu um málefni Landsbankans í kjölfar fundar slitastjórnar bankans með kröfuhöfum fyrr í vikunni er ástæða til að árétta það sem fram kom á fundinum að þrátt fyrir margþætta yfirferð á nær öllum þáttum í starfi bankans er ekki fundið að samskiptum eða viðskiptum bankans við helstu eigendur hans. Þetta hefur komið skýrt fram í sumum fréttum af fundinum þó svo önnur atriði og viðbrögð við þeim hafi vakið meiri athygli. Þá er rétt að minna á vegna frétta um meinta vanrækslu endurskoðenda að árs- og árshlutauppgjör eru  lögbundin upplýsingagjöf starfsmanna og stjórnenda fyrirtækisins til hluthafa, skuldabréfaeigenda og annarra beinna hagsmunaaðila og er  hlutverk endurskoðenda ekki síst að gæta hagsmuna þeirra.