Hlutafjáraukningar

Samson tók þátt í öllum fjórum hlutafjáraukningum í Landsbankanum á árunum 2003 – 2008. Skráði félagið sig ávallt fyrir 40 – 45% af útgefnu viðbótarhlutafé og greiddi fyrir það samtals um tæpa 11 milljarða króna á umræddu tímabili.

  • 2003 – verðmæti hlutafjáraukningarinnar var 3.233 milljónir. Af því keypti Samson hluti fyrir 1.432 milljónir, eða um 44% af heildaraukningu.
  • 2004 – verðmæti hlutafjáraukningarinnar var 4.560 milljónir. Af því keypti Samson hluti fyrir 2.042 milljónir, eða um 45% af heildaraukningu.
  • 2005 – verðmæti hlutafjáraukningarinnar var 11.400 milljónir. Af því keypti Samson hluti fyrir 4.579 milljónir, eða um 40% af heildaraukningu.
  • 2007 – verðmæti hlutafjáraukningarinnar var 6.861 milljónir. Af því keypti Samson hluti fyrir 2.792 milljónir, eða nærri 41% af heildaraukningu.