Heildarfjárfestingar á Íslandi um 400 milljarðar króna

Björgólfur Thor Björgólfsson er ótvírætt einn umfangsmesti erlendi fjárfestirinn í íslensku athafnalífi á síðustu árum. Fjárfestingar hans á Íslandi frá árinu 2002 til 2008 nema nærri 400 milljörðum króna. Mestu skiptir þar yfirtakan á Actavis árið 2007, en þá fengu hluthafar Actavis, sem að stórum hluta til voru íslenskir lífeyrissjóðir, félög og einstaklingar, greidda út í hönd nærri yfir 350 milljarða króna. Kaupandi að um 80% hlut var félag Björgólfs Thors, Novator. Að auki fjárfesti hann í Landsbankanum, Straumi, CCP, Verne Holding og fleiri félögum á árunum 2002 – 2008. Í áhugaverðri samantekt Viðskiptablaðsins frá nóvember 2008 sem bar yfirskriftina Útrás-Innrás-Hringrás er bent á að Björgólfur Thor hafi á þessum árum verið mjög frábrugðinn öðrum íslenskum athafnamönnum þar sem hann flutti inn í landið álíka fjárhæð aðrir fluttu út.