Heads of agreement
18. október 2002 samþykkti framkvæmdanefnd um einkavæðingu svokallaða Heads of agreement sem fól í sér ákvörðun um að selja Samson 33,3% hlutafjár í Landsbankanum og að auki að selja Samson 12,5% eigi síðar en 18. nóvember 2003. Stefnt var að því að Samson staðgreiddi 33,3% hlutinn eigi síðar en 30 dögum eftir undirritun endanlegs kaupsamnings og þegar samþykki íslenska og breska fjármálaeftirlitsins lægi fyrir. 12,5% hlutinn yrði svo greitt fyrir í síðasta lagi 18.nóvember 2003.