Fall Lehman Brothers – lánamarkaðir botnfrusu

Fall bandaríska fjárfestingabankans Lehman-Brothers þann 15. september 2008 olli algjörum straumhvörfum á fjármálamörkuðum heims. Í skýrslu sinni um fall íslenska bankakerfisins segja fyrrum bankastjórar Landsbankans:

„Afleiðingar þeirrar ákvörðunar bandaríska ríkisins að bjarga ekki bankanum voru ófyrirsjáanlegar og áður óséðar; við höfum ekki enn séð fyrir endann á þeirri skriðu. Í grein19 í breska blaðinu The Guardian 16. mars 2009 segir Dean Baker, forstöðumaður Centre for Economic and Policy Research, m.a.:

„FÁIR HAGFRÆÐINGAR MYNDU VERJA ÞÁ ÁKVÖRÐUN AÐ LÁTA
LEHMAN BROTHERS VERÐA GJALDÞROTA Í SEPTEMBER SL. HRUN
BANKANS ÝTTI UNDIR SKELFINGU UM ALLAN HEIM SEM VARÐ TIL
ÞESS AÐ HLUTABRÉFAVERÐ HRÍÐFÉLL OG LÁNSFJÁRMARKAÐIR
FRUSU. Á NÆSTU MÁNUÐUM FÓR NIÐURSVEIFLAN Í FIMMTA GÍR;
T.A.M. MISSTU NÆRRI ÞRJÁR MILLJÓNIR BANDARÍKJAMANNA
VINNUNA FRÁ OKTÓBER TIL BYRJUNAR MARSMÁNAÐAR.“

Í skýrslu bankastjóranna segir ennfremur:

„Eftir fall Lehman Brothers varð greinileg umpólun á lánsfjármörkuðum í heiminum.
Lausafjárkreppan, sem fram að því hafði verið þónokkur en þó viðráðanleg, varð verri en nokkru
sinni fyrr. Vantraust tók að einkenna fjármálastarfsemi í heiminum, þar sem mótaðilaáhætta varð
til þess að lánveitingar botnfrusu; meðal annars í endurhverfum verðbréfaviðskiptum á
millibankamarkaði.“

Vextir hækkuðu um hundruð prósenta á einni nótt um allan heim og væntingarvísitölur hröpuðu. Í skýrslu bankastjóranna segir síðan:

„Í kjölfar hruns Lehman Brothers kepptust erlendar ríkisstjórnir við að lýsa yfir ábyrgð hins
opinbera á innistæðum og endurhverfum viðskiptum banka annarra en íslenskra. Jean-Claude
Trichet, seðlabankastjóri Evrópska seðlabankans, sagði í ræðu í marsmánuði:

„Í OKTÓBER SÝNDU RÍKISSTJÓRNIR Á EVRUSVÆÐINU OG
EVRÓPURÁÐIÐ STYRK SINN OG SAMHELDNI. RÍKISSTJÓRNIR
SAMSTILLTU ENDURFJÁRMÖGNUN BANKA OG ÁBYRGÐIR HINS
OPINBERA REYNDUST BRÁÐNAUÐSYNLEGAR TIL AÐ TRYGGJA
LÍFVÆNLEIKA FJÁRMÁLAKERFIS EVRUSVÆÐISINS, VIÐ GRÍÐARLEGA
ERFIÐAR AÐSTÆÐUR.“

Við þetta snarversnaði samkeppnisstaða íslensku bankanna, sem hlutu ekki neina slíka
fyrirgreiðslu. Í lok september komu þessi áhrif berlega í ljós hjá Glitni, sem reiddi sig meira á
millibankalánveitingar en hinir bankarnir og hafði verið í samstarfi við Lehman Brothers um
eignasölu á millibankamarkaði, sem horft hafði vel allt þar til Lehman bankinn féll. Á endanum
leiddi þessi þróun til þess að þann 29. september lýsti íslenska ríkið því yfir að það hygðist þjóðnýta 75% hlutabréfa í Glitni.“