Arður af Landsbanka áfram inn í Samson

Samson eignarhaldsfélag fékk samanlagt 4.345 milljónir króna greiddar úr Landsbanka Íslands sem arð.

Eigendur Samsonar tóku þessa peninga ekki út úr félaginu, utan að árið 2007 fengu þeir arðgreiðslur úr Samson að upphæð 1 milljarður króna.

Það sem eftir stóð, 3.345 milljónir króna, rann því til Samsonar og styrkti eiginfjárstöðu félagsins, en eiginfjárhlutfall var rúmlega 50% í byrjun árs 2008.

Arðgreiðslur úr Landsbanka Íslands 2003-2007
2003 2004 2005 2006 2007

Samtals:

Heildararðgreiðslur úr LÍ, m.kr. 664 722 1.577 3.237 4.311 10.561
Hlutur Samsonar 44,30% 44,79% 40,17% 41,37% 40,70%
Arðgreiðslur til Samsonar 294 323 633 1.339 1.755

4.345