65% kaupverðs kom úr vösum eigenda Samson

Samson greiddi ríkinu fyrir 45,8% hlut í Landsbankanum í þremur greiðslum:

  • Fyrsta greiðsla var eiginfjárframlag Samson og var greidd við undirritun samnings. Greiðslan var að upphæð USD 48,081,731. Um er að ræða greiðslu sem að var 36% af heildarkaupverði.
  • Önnur greiðsla var fjármögnuð með láni frá Búnaðarbanka, síðar KB, og var greidd 30. april 2003. Greiðslan var að upphæð USD 48,272,204. Um er að ræða greiðslu sem að var 36% af heildarkaupverði. Lán þetta var greitt að fullu í apríl 2005.
  • Þriðja greiðslan var svo eiginfjárframlag, í formi lána frá hluthöfum, og var greidd 29. desember 2003. Greiðslan var að upphæð USD 41,725,653. Um er að ræða greiðslu sem að var 27% af heildarkaupverði. 

Því var Samson búinn að greiða að fullu kaup sín á 45,8% hlut ríkisins í Landsbanka Íslands í árslok 2003 eða innan árs frá undirritun kauupsamnings. Allar greiðslurnar, samtals yfir 139 milljónir bandaríkjadala, voru greiddar inná reikning íslenska ríkissjóðsins í Seðlabanka Bandaríkjanna í New York. Kaupin voru fjármögnuð 65% með eigin fé og 35% með láni.