Vill halda í framsækinn hugsunarhátt íslenskra starfsmanna

Nýr forstjóri Actavis, Dr. Claudio Albrecht, segir í viðtali við Morgnublaðið morgun að heimilsfesti Actavis verði á Íslandi og að hann vilji halda í framsækinn hugsunarhátt íslenskra starfsmanna félagsins. Í þau tíu ár sem ég hef verið stjórnarformaður Actavis hefur það verið skoðun mín að framlag íslenskra starfsmanna félagsins væri einn helsti styrkur félagsins. Mér finnst gott að erlendur forstjóri hafi séð það sama og að ég hafi ekki verið haldinn einhverri þjóðernisblidnu. Annars er þetta viðtal gott og koma fram í því helstu kostir Dr. Albrechts sem eru skýr hugsun og skörp greining á aðstæðum.