Heiðar Már skýrir mál sitt og dregur DV fyrir rétt

Heiðar Már Guðjónsson, fyrrum
framkvæmdastjóri  hjá Novator í London,
skrifar grein í Fréttablaðið í dag. Þar vísar hann á bug grófum ásökunum DV um
að hann hafi skipulagt árásir á íslensku krónuna ásamt alþjóðlegum
vogunarsjóðum. Hann segist lengi hafa verið svartsýnn á íslensku krónuna og það
geta allir þeir sem starfað hafa með Heiðari Má staðfest að er hverju orði
sannara. Hann varaði alla þá sem heyra vildu við hættunni af minnsta gjaldmiðli
í heimi í hagkerfi sem hafði á árunum 2002 til 2007 þanist meira en nokkurt
annað í Evrópu.  Heiðar Már segir í lok
greinar sinnar: „
Ég hef margoft reynt að útskýra mál mitt fyrir DV en án
árangurs. Tímasetning umfjöllunar blaðsins er án efa ekki tilviljun þar sem
undirritaður á í lokaviðræðum um möguleg kaup á Sjóvá ásamt hóp fjárfesta. Mér
finnst að fjölmiðlar jafnt sem aðrir verði að starfa af ábyrgð og hef ákveðið
að höfða meiðyrðamál gegn DV til að fá fullyrðingar blaðsins dæmdar dauðar og
ómerkar.”