Til þeirra er málið varðar

Fréttir

Skuggi múrmeldýrsins - 19.5.2014 Fréttir

Hátt í sex árum eftir fall bankanna og fjórum árum eftir útgáfu skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis ganga sömu vitleysurnar enn ljósum logum í umræðunni. Höfundur nýjustu hrunbókarinnar dregur ekkert af sér. Bók hans hverfist að sönnu um fyrrverandi forsætisráðherra, en ýmis stórmál eru afgreidd snaggaralega – og ranglega.

Meira

Skuldabréf Play eftirsótt - 14.2.2014 Fréttir

Viðskiptablaðið greindi í vikunni frá skuldabréfaútboði fjarskiptafyrirtækisins Play í Póllandi. Mikil eftirspurn var eftir bréfunum og varð niðurstaðan sú að gefa út skuldabréf upp á 900 milljónir evra, jafnvirði 130-140 milljarða króna.

Meira

Tugir milljarða til íslenskra banka - 16.5.2013 Fréttir

Viðskiptablaðið birtir í dag tveggja síðna úttekt um endurskipulagningu Actavis og skuldauppgjör mitt og fjárfestingarfélags míns, Novator. Þar kemur vel fram hversu flókið ferlið var, þar sem leggja þurfti áherslu á að hámarka virði þeirra miklu eigna sem lágu til grundvallar uppgjörinu og semja við fjölda lánardrottna.

Meira

Novator 6. stærsti hluthafi Actavis - 2.5.2013 Fréttir

Bandaríska lyfjafyrirtækið Watson – nú Actavis - hefur gengið frá lokagreiðslu vegna kaupanna á Actavis fyrir ári. Árangurstengd greiðsla vegna kaupanna verður greidd að fullu, alls 5,5 milljónir bréfa í hinu sameinaða félagi. Actavis er nú skráð í kauphöllinni í New York og er markaðsvirði félagsins rúmir 13,3 milljarðar bandaríkjadollara, sem samsvarar um 1.562 milljörðum króna.  NDS sem er að stærstum hluta í eigu Novators, fjárfestingarfélags míns, er nú 6. stærsti hluthafi félagsins. Eignarhlutur félagsins er nú virði um 520 milljón dollara, eða rúmlega 60 milljarðar króna.

Meira


RSS fréttastraumur

Allt efni á vefnum www.btb.is er unnið af Björgólfi Thor Björgólfssyni eða fyrir hann. Hann ber ábyrgð á efni vefjarins og er jafnframt handhafi höfundarréttar.