Til þeirra er málið varðar

Fréttir

UPPGJÖR - 28.11.2014 Fréttir

Í bókinni Billions to Bust – and Back geri ég upp alla viðskiptasögu mína til þessa dags. En ekki aðeins viðskiptasöguna. Ég fer allt aftur til bernsku, fjalla um fjölskylduna, rek mál sem höfðu mikil áhrif á mig, reyni að varpa ljósi á það andrúmsloft sem ríkti í Pétursborg í Rússlandi þann áratug sem ég starfaði þar, fjalla um einkavæðingu Landsbankans, kaup og sölu fyrirtækja á meginlandi Evrópu, uppbyggingu nýrra fyrirtækja, hrunið haustið 2008 og eftirköst þess. Skuldauppgjör mitt við alla lánardrottna fær að sjálfsögðu sinn sess í bókinni, en hún fjallar þó ekki eingöngu um fjárhagslegt uppgjör, heldur ekki síður persónulegt uppgjör.

Meira

Erlendir fjölmiðlar fjalla um uppgjörið - 17.12.2014 Fréttir

Fjölmiðlar í Bretlandi hafa sýnt bókinni Billions to Bust - and Back töluverðan áhuga. Þeir eru dálítið seinni til en þeir íslensku, en þó hafa þegar birst nokkrar greinar og viðtöl og fleiri eru í burðarliðnum.
Meira

Umfjöllun um uppgjör - 5.12.2014 Fréttir

Bók mín Billions to Bust – and Back er nú komin í verslanir á Íslandi. Ég get ekki kvartað undan skorti á áhuga á henni hingað til, töluvert hefur verið fjallað um hana í fjölmiðlum og birtir bókarkaflar og viðtöl við mig.  Þá er hún einnig komin í verslanir í Bretlandi og þar telja menn einnig ástæðu til að vekja athygli á henni. Hin þekkta verslanakeðja WHSmith býður hana til sölu í verslunum sínum á flugvöllum og lestarstöðvum, svo dæmi sé tekið. Á Íslandi er hana að finna í verslunum Eymundsson og e.t.v. víðar.

Meira

Skuldauppgjöri lokið - 7.8.2014 Fréttir

Eftirfarandi er fréttatilkynning frá Novator:

Heildaruppgjöri Björgólfs Thors Björgólfssonar og fjárfestingarfélags hans, Novators, við innlenda og erlenda lánardrottna er nú lokið. Heildarfjárhæð greidd til lánardrottna er um 1.200 milljarðar króna,  þar af hafa íslenskir bankar og dótturfélög þeirra nú alls fengið greidda rúma 100 milljarða króna. Allar greiðslur voru í erlendri mynt. 
Meira


RSS fréttastraumur

Allt efni á vefnum www.btb.is er unnið af Björgólfi Thor Björgólfssyni eða fyrir hann. Hann ber ábyrgð á efni vefjarins og er jafnframt handhafi höfundarréttar.