Til þeirra er málið varðar

Fréttir

Ljósfælnir gammar og fingraför þeirra - 30.10.2015 Fréttir

Nú er loks opinbert hverjir standa að baki rógsherferð í formi hópmálsóknar gegn mér. Niðurstaðan kemur mér ekkert á óvart, höfundareinkennin duldust mér aldrei.  Frá upphafi hefur mörgum milljónum verið varið  í lögfræðiálit, auglýsingar, fundarhöld, langdregið vitnamál og tilhæfulausa stefnu, þótt helst væri að skilja á forsvarsmönnum málsóknar að þar færu smáir, hrjáðir – og félausir - riddarar réttlætisins.  Auðvitað var það ekki svo.

Meira

Duttlungar fyrir dóm - 26.10.2015 Fréttir

Störfum hlaðið dómskerfi Íslands þarf nú að bæta á sig duttlungum Vilhjálms Bjarnasonar. Mál sem hann og málsóknarfélag hafa höfðað gegn mér verður væntanlega þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur á morgun. 
Meira

Enn óskað svara frá stjórn RÚV - 25.10.2015 Fréttir

Stjórn RÚV ohf. svarar ekki bréfum sem til hennar eru send, heldur felur öðrum að svara fyrir sína hönd. Þar með víkur hún sér undan lögboðnum skyldum sínum. Ég ákvað að láta reyna einu sinni enn á þessa afstöðu stjórnarinnar og sendi henni eftirfarandi bréf í síðustu viku, sem vonandi verður tekið fyrir á fundi hennar í þessari viku:
Meira

Dauðinn endanlega staðfestur - 21.9.2015 Fréttir

Nú er endanlega búið að staðfesta dauða gömlu Icesave-grýlunnar. Jarðarför hennar fór næstum fram í kyrrþey, a.m.k. sé miðað við þær upphrópanir, formælingar og djöfulskap sem einkenndu tilveru hennar. Öll sú tilfinningasemi var byggð á innantómum hræðsluáróðri og stjórnmálamenn þess tíma ættu að skammast sín fyrir að leiða þjóðina á þær skaðlegu brautir.


Meira


RSS fréttastraumur

Allt efni á vefnum www.btb.is er unnið af Björgólfi Thor Björgólfssyni eða fyrir hann. Hann ber ábyrgð á efni vefjarins og er jafnframt handhafi höfundarréttar.