Til þeirra er málið varðar

Fréttir

13 milljarðar til gagnavers Verne Global - 12.1.2015 Fréttir

Verne Global hefur lokið við hlutafjáraukningu fyrir allt að 98 milljónir bandaríkjadala, eða um 13 milljarða króna. SÍA II, framtakssjóður í rekstri Stefnis, kemur ásamt hópi lífeyrissjóða nýr inn í hluthafahóp félagsins. Stærstu hluthafar Verne Global fyrir hlutafjáraukninguna – Wellcome Trust, Novator Partners og General Catalyst, tóku einnig þátt í hækkuninni.

Meira

Erlendir fjölmiðlar fjalla um uppgjörið - 17.12.2014 Fréttir

Fjölmiðlar í Bretlandi hafa sýnt bókinni Billions to Bust - and Back töluverðan áhuga. Þeir eru dálítið seinni til en þeir íslensku, en þó hafa þegar birst nokkrar greinar og viðtöl og fleiri eru í burðarliðnum.

Meira

Umfjöllun um uppgjör - 5.12.2014 Fréttir

Bók mín Billions to Bust – and Back er nú komin í verslanir á Íslandi. Ég get ekki kvartað undan skorti á áhuga á henni hingað til, töluvert hefur verið fjallað um hana í fjölmiðlum og birtir bókarkaflar og viðtöl við mig.  Þá er hún einnig komin í verslanir í Bretlandi og þar telja menn einnig ástæðu til að vekja athygli á henni. Hin þekkta verslanakeðja WHSmith býður hana til sölu í verslunum sínum á flugvöllum og lestarstöðvum, svo dæmi sé tekið. Á Íslandi er hana að finna í verslunum Eymundsson og e.t.v. víðar.

Meira

UPPGJÖR - 28.11.2014 Fréttir

Í bókinni Billions to Bust – and Back geri ég upp alla viðskiptasögu mína til þessa dags. En ekki aðeins viðskiptasöguna. Ég fer allt aftur til bernsku, fjalla um fjölskylduna, rek mál sem höfðu mikil áhrif á mig, reyni að varpa ljósi á það andrúmsloft sem ríkti í Pétursborg í Rússlandi þann áratug sem ég starfaði þar, fjalla um einkavæðingu Landsbankans, kaup og sölu fyrirtækja á meginlandi Evrópu, uppbyggingu nýrra fyrirtækja, hrunið haustið 2008 og eftirköst þess. Skuldauppgjör mitt við alla lánardrottna fær að sjálfsögðu sinn sess í bókinni, en hún fjallar þó ekki eingöngu um fjárhagslegt uppgjör, heldur ekki síður persónulegt uppgjör.

Meira


RSS fréttastraumur

Allt efni á vefnum www.btb.is er unnið af Björgólfi Thor Björgólfssyni eða fyrir hann. Hann ber ábyrgð á efni vefjarins og er jafnframt handhafi höfundarréttar.