Til þeirra er málið varðar

Fréttir

Skuldauppgjöri lokið - 7.8.2014 Fréttir

Eftirfarandi er fréttatilkynning frá Novator:

Heildaruppgjöri Björgólfs Thors Björgólfssonar og fjárfestingarfélags hans, Novators, við innlenda og erlenda lánardrottna er nú lokið. Heildarfjárhæð greidd til lánardrottna er um 1.200 milljarðar króna,  þar af hafa íslenskir bankar og dótturfélög þeirra nú alls fengið greidda rúma 100 milljarða króna. Allar greiðslur voru í erlendri mynt. 
Lesa meira

Skuggi múrmeldýrsins - 19.5.2014 Fréttir

Hátt í sex árum eftir fall bankanna og fjórum árum eftir útgáfu skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis ganga sömu vitleysurnar enn ljósum logum í umræðunni. Höfundur nýjustu hrunbókarinnar dregur ekkert af sér. Bók hans hverfist að sönnu um fyrrverandi forsætisráðherra, en ýmis stórmál eru afgreidd snaggaralega – og ranglega.

Lesa meira

Skuldabréf Play eftirsótt - 14.2.2014 Fréttir

Viðskiptablaðið greindi í vikunni frá skuldabréfaútboði fjarskiptafyrirtækisins Play í Póllandi. Mikil eftirspurn var eftir bréfunum og varð niðurstaðan sú að gefa út skuldabréf upp á 900 milljónir evra, jafnvirði 130-140 milljarða króna.

Lesa meira

Tugir milljarða til íslenskra banka - 16.5.2013 Fréttir

Viðskiptablaðið birtir í dag tveggja síðna úttekt um endurskipulagningu Actavis og skuldauppgjör mitt og fjárfestingarfélags míns, Novator. Þar kemur vel fram hversu flókið ferlið var, þar sem leggja þurfti áherslu á að hámarka virði þeirra miklu eigna sem lágu til grundvallar uppgjörinu og semja við fjölda lánardrottna.

Lesa meira


RSS fréttastraumur

Allt efni á vefnum www.btb.is er unnið af Björgólfi Thor Björgólfssyni eða fyrir hann. Hann ber ábyrgð á efni vefjarins og er jafnframt handhafi höfundarréttar.